Dagurinn minn
8.5.2008 | 12:31
Vaknaði þreytt og langaði að kúra en þurfi að rífa mig á fætur og leggja mín leið upp á Landspítala.
Var komin Kl tíma of snemma þannig ég velti meira og meira fyrir mér hvort ég ætti heima upp á geðdeild á fundi fyrir fólk með kvíða.
Tók mig smá tíma að harka mér í rétt skapið og tókst svo að lokum. Samt sem áður sat ég í 2 kl á fundi með öðrum einstaklingum og velti fyrir mér hvort þetta er eitthvað gott fyrir mig, Kvíðinn að tala s.s og á endanum þá tók ég rétta ákvörðun og hélt áfram.
Mikið að skemmtilegu fólki þarna og ég veit ekki betur en að ég hafi tekist að kynnast öðrum einstaklingum :)
Eftir þennan merka áfanga hjá mér hringdi ég í karlinn og bauð honum að njóta yndislegra veitinga með mér á einhverjum subbulegum stað og núna býð ég spennt eftir að hann sæki mig svo við getum notið hádegisins vel.
Ætla ekki í vinnuna þar sem ég ætla að njóta þess að vera afslöppuð og eyða kvöldinu með kærastanum, hann er búin að kvarta svo lítið yfir hvað ég hef ekki verið nógu góð við hann og sýna honum lítinn áhuga en þar sem ég er að taka mig saman sálrænt þá skilur hann að ég er á brjótast úr kvölum mínum sem hafa hrjá mig lengi.
Þannig ég bið bara að heilsa þar til ég kvöld og vona að þið munið njóta fagurleika dagsins eins og ég ætla mér að gera
Kveðja Tarea
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.