Langar helgar

Rosalega finnst mér erfitt að höndla langar helgar vikan fer alveg í rugling. Var að lana í gær og í kvöld erum þó bara 4 núna :( hinir tveir beiluðu í bíó á Ironman, langar geggjað að sjá hana en veit ekki hvort það sé þess virði að fara í bíó þessa dagana 1200 kall fyrir 2 tíma skemmtun frekar fer ég á vodið hjá sjónvarp símans og leigi hana þar eftir 1 mánuð.

Fór í apótekið í dag það var basicly allt sem ég nennti að gera í dag :)

Reyndar kl 2 í nótt tók ég hreingerningarkast braut saman þvott og fór með allar Kókflöskurnar úr herberginu :Þ svo í morgun færði ég rúmið mitt í aðra átt þannig herbergið mitt lýtur stærra út.

Kannski ég ætti að fræða ykkur lesendur aðeins meira um mig.

ég er búin að búa í Reykjavík núna síðan ég var 18 eftir að ég kom í endurhæfingu á reykjalundi meðan ég var það þurfti ég endilega að kynnast sætum karlmanni og flytja í bæinn frá Egilsstöðum, annars hef ég alltaf búið í bænum þar til ég var 12 ára þegar móðir mín og stjúpfaðir fluttu út á land og tóku við rekstri.

Ennþá með sama karli þannig ég er rosalega sátt við að hafa kynnst honum, reyndar flutti ég inn á tengdaforeldra mína án þeirra samþykki tel ég en ég er þeim rosalega þakklát fyrir allan þeirra stuðning :)

ég hef haft ágætt líf fyrir utan einelti veikindi og álag.

Þegar ég var 16 greindist ég með hvítblæði og læknast 18 ára en fylgikvillar þessara sjúkdóm hrjáir mig ennþá í dag , allskonar kvíðaraskanir :(

 en lífið heldur áfram og ég þrauka í faðmi yndislegra fjölskyldu og maka (tilvonandi i hope :)

En ég verð víst að hætta núna Strákarnir eru að ýta á eftir mér að spila meira við þá.

Kveðja Tarea 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleepless

Ástin mín og engill. Gaman að þú sért komin hingað á moggablogg.

 XxX

Sleepless hin kvebbaða 

Sleepless, 14.5.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Sleepless

P.s. Iron Man er þess virði

Sleepless, 14.5.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband