Meiri Veikindi
26.5.2008 | 07:00
Í gær fékk ég rosalega eyrnaverki sem enduðu með því að ég grét mig í svefn ákvað ekki að fara til læknis því karlinn var eitthvað fúll yfir því að ég er alltaf hjá lækni og hann þurfi að bíða lengi eftir mér.
Kl 6 í morgun vaknaði ég og sá ekki fram á að sofna aftur vegna verkja þannig ég tók mig til pantaði taxa og fór upp á bráðamóttöku og kom í ljós að hljóðhimnan sprakk og væri með bullandi bólgur í eyrunum. Er núna komin á lyf og á að tekja sterk verkjalyf. þetta tók uþb 20 mín.
Mér þykkir til skammar eftir að hafa verið í miklum rannsóknum á lsp að engin kíkti í eyrun mín nema heimilislæknir sem sagði þú ert með vökva í eyrunum. Núna er ég sárkvalin og búin að eyða 8 þúsund kr í að komast fram og til baka upp á slysó, ég er fengin að ég fékk afsláttarkort fyrir nokkru.
Núna neyðist ég til að segja karlinum að ég hafi stungið af til læknis svo hann geti náð í lyfin mín fyrir mig.
Ég er dauðþreytt á öllu saman í dag, Lifið virðist alltaf verða verra og verra, aldrei fæ ég tækifæri til að koma mér upp úr lægðinni.
Update
Komin með eyrnabólgu í bæði eyrun núna og blæðir og lekur vökvi til skiptis.
En jákvæða við daginn að gagnaveitan kom í dag og er að tengja Ljósið mitt :)
me so happy now :)
Ástin mín er svo leiður greyið yfir því að ég er svona veik :(
well farin aftur upp í rúm er með fyrirskipun frá karlinum að vera bara upp í rúmi og ætla að standa við það.
Kveðja Tarea
Athugasemdir
Knús
Láttu þér batna krútt
Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:17
Sæl,Tarea.
Ekki góð mál hjá þér í augnablikinu,vonandi lagast það fljótlega hjá þér. En mig langaði að segja við þig passaðu þig á Parkótíninu það getur verið stórvarasamt til lengdar.
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.