Ekki ætlað að fá Ljósleiðara

Ég pantaði mér ljós fyrir meira en 15 vikum síðan hjá vodafone vegna þess að ég bý of langt frá símstöð að netið er til vandræða. Síminn hefur alltaf reynt að hjálpa mér við netið og laga en ekkert er hægt að gera. Mín kynni á vodafone eru svona:

Já góðan daginn ég er búin að bíða í 6 vikur eftir ljósi og þið sögðust ætla að koma eftir 4-6 en þið eruð ekki hér.

Svar: Bið tíminn er 7-9 vikur.

Næsta símtal:

Já góðan daginn er búin að bíða í 10 vikur eftir ljósi eru þið ekki að koma

Svar: Þú ert ekki með ljósleiðaratenginu.

ég: Nú hvað var þá lagt inn í húsið mitt frá gagnaveitunni.

Svar: Það er einhver umræða um að þú sért bara ekki með ljós.

 Ég hringi í gagnaveituna.

Já góðan daginn  mig vantar að ATH hvort ég sé með ljósleiðara

Gef upp heimilisfang.

Svar: já þú er með ljós meira segja 2 ljósleiðara.

Hringi í vodafone.

Já Góðan daginn Ég er víst með 2 ljós en samt eru þið að tala um að ég sé ekki með ljós

Svar: við eigum eftir að fá staðfestingu frá gagnaveitunni.

ég : ég var að hringja í  þá þeir segja að ég sé með ljós.

við Sendum beiðnina þína þá áfram.

 

25.Maí

Bankað 2 ungir piltar koma

Vinna hjá mér í 4 tíma,

annar pilturinn kemur svo ehhh Ljósið þitt er bilað getum ekkert gert málið er komið í hendur bilunardeild gagnaleitunar.

ég slefandi eftir verkjalyf og sýklalyf: hvenær fæ ég þá ljósið mitt.

Þeir: þegar niðurstaða kemur hvað sé að hjá þér.

 

Þegar upp er standið þá verð ég að segja Síminn lætur mig ekki bíða í 15 vikur til að segja mér að eitthvað sé að.

 En anyway.

Hætt að vera með geggjaða verki í eyrunum heyri varla neitt ekkert nema suð og hella með bullandi hósta.

Stundum óska ég þess að ég fengi hita. s.s ég fæ ekki hita hef 4 x á ævinni fengið hita og er mjög oft búið að bölva mér að ég fái ekki hita því annars geta læknar aldrei neitt gert nema segja veirusýking :)

Ég bíð núna í örvæntingu eftir að karlinn komin heim leiðist svona að vera veik alein heima :( hef ekkert að gera par félagarnir eru farnir til írlands þannig ég sit bara alein því allir eru að gera eitthvað spennó :( er samt fegin að vera veik núna því ég er að fara til Tenerife í júlí.

Jæja kannski maður fari að fá sér smá hollan morgunmat með miklum vítamínum svo ég hætti að verða veik :)

Kveðja Tarea 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband