Flutningur og Fyrverandi
7.6.2009 | 16:18
Er að verða geðveik á því að allir eru að minnast á minn fyrverandi við mig og um sænguver sem ég á þar og ég leyfði honum að eiga. Amma er að heimta að fá að hringja í mömmu hans til að rukka um þaug HALLÓ þetta eru sænguver. Svo fær maður þvílíkar spurningar um hann og fjölskyldu. Getur fólk ekki látið mig í friði og hætt að spurja út í hann. Ef það vill vita eitthvað getur það "#%" talað við hann.
En já er ekki að nenna að pakka fyrir flutninginn út á land í 2 mán. Ég veit að ég er bara að fara tímabundið en ég á eftir að sakna svo mikið af fólki. Amma er búin að fara í gegnum ALLT dótið mitt var ekki sátt því jámm hún fann hjálpartækið mitt :Þ EMBARASING. Þótt ég viti hún meini vel þá þarf hún ekki að hafa auga með mér ég er nú 23 ára og get bjargað mér að vissu leyti.
Helginni var eytt heima því ég fékk flensu fór reyndar á slysó í gærmorgun því ég fékk mikla verki á milli brjóstanna hitakast og gat ekki hreyft mig eftir að hafa beðið í 3 tíma fékk að vita eftir 2 mín samtal gæti verið magaopið gæti verið brisið eða maginn hafðu samband við Sérfræðinginn þinn. Ekki nóg með það blóðþrýstingur var 147/99 og þeim var alveg sama sendu mig heim eftir 3 tíma bið með reikning upp á 5.600. Var reyndar mikið að gera en ég hef aldrei upplifað jafn slæmt kast.
Búin að vera hugsa mikið u m hvað ég vil gera í framtíðinni en jámm það er nú ekki alveg að gera sig. Er rosalega vilt væri það ekki kannski ef ég hefði fengið að lifa eðlilega sem táningur. Mér finnst ég loksins geta gert það sem ég átti eftir að gera sem táningur. Kannski er ég bara þreytt af hlutum í lífinu og vil fá eitthvað annað en veikindi og leiðindi. Mamma segir ég sé of mikið að heimta að fá eitthvað jákvætt í líf mitt en mér finnst ég eiga það skilið. Loksins þegar kem mér á strik þá gerist eitthvað neikvætt og ég jámm dett niður af jákvæðisstallinum.
Tilhugsun að fara á stað sem ég ólst upp á til að vinna þegar allir vinir mínir eru í bænum er ekkert rosalega spennandi. Reyndar til að hitta fjölskyldu mína jújú auðvitað frábært en ég verð samt hálf ein.
Jæja Farin að pakka fyrir flutninginn
Adiose
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.